fjola.blogspot.com
Fjóla
http://fjola.blogspot.com/2003_10_01_archive.html
Á miðvikudagskvöldið fór ég að sjá Mótmælanda Íslands. Þetta var boðsýning fyrir mfík / herstöðvarandstæðinga / guðfræðinema / sagnfræðinema og kannski fleiri. Bara ansi flott mynd, Helgi hvorki gerður að nöttara né dýrlingi, heldur bara manni sem vill fá að lifa eftir sínum skoðunum og sannfæringum í friði fyrir öðrum. Posted by Fjóla Dísa @ 10/31/2003 06:28:00 e.h. Leyfa drengnum að drekka eins oft á nóttu og honum sýnist. Bíða þangað til hann hættir þessu sjálfur. Láta hann liggja einan og gráta.
soley-buttercup.blogspot.com
Sóley: Ekki hrifin af kuldabola
http://soley-buttercup.blogspot.com/2008/10/ekki-hrifin-af-kuldabola.html
Laugardagur, 4. október 2008. Ekki hrifin af kuldabola. Ég held að líkaminn minn sé ekki gerður fyrir kalt veður, því um leið og snjórinn kom varð húðin mín eins og þurrt hreistur, hárið mitt eins og strákústur og neglurnar mínar brotna sífellt. Í 20-25´C og smá raka er líkami minn hins vegar í góðu lagi. Húðin mín er mjúk, hárið mitt lyftist og það er eins og ég sé nýkomin úr hárgreiðslu á hverjum degi og neglurnar mínar vaxa og vaxa. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Lísa og Burkni í USA.
soley-buttercup.blogspot.com
Sóley: ágúst 2007
http://soley-buttercup.blogspot.com/2007_08_01_archive.html
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007. Það er komin ný skemmtileg hefð heima hjá mér. Þegar ég kem heim þá tekur Tímon mér fagnandi (auðvitað Frikki líka, en ekki eins og Tímon) og lokkar mig inn í svefnherbergi til að fá kúrutíma með mér. Ég leggst þá upp í rúm og kúra með Tímoni og á meðan heyri ég í Frikka inn í eldhúsi að elda og syngja með tónlistinni sem er í spilun. Þetta er mín sælustund. Miðvikudagur, 22. ágúst 2007. Ég byrja hinsvegar ekki á masternámi mínu fyrr en á mánudaginn. Á laugardaginn var búið ...
soley-buttercup.blogspot.com
Sóley: nóvember 2007
http://soley-buttercup.blogspot.com/2007_11_01_archive.html
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007. Jæja þá á er maður orðinn 27 ára, þann 27! Keypti mér köku áðan, það er opið hús ef einhverjum langar að kíkja í köku og kaffi í kvöld. Gerast áskrifandi að: Færslur (Atom). Lísa og Burkni í USA.
fjola.blogspot.com
Fjóla
http://fjola.blogspot.com/2004_04_01_archive.html
Veðrið er barasta ótrúlegt, hreint og beint yndi. Sumargjafirnar tröllríða hér öllu. M&P gáfu Emil sólgleraugu og nýja gúmmískó (þessir frá í fyrra að verða of litlir), og Kára sólgleraugu og hjólabjöllu. Afhverju hjólabjöllu? Nonni er í mjólkurbúðinni, þegar hann kemur aftur ætlar hann með strákana út að hjóla, en ekki hvað! Violent femmes í kveld! Posted by Fjóla Dísa @ 4/22/2004 12:09:00 e.h. Afhverju í fjandanum er ég ekki farin að sofa? Ferlega er ég biluð. Kettlinga, áður en þeir flytja að heiman&#...
sifjo.blogspot.com
Hugsanaflækja : February 2005
http://sifjo.blogspot.com/2005_02_01_archive.html
Sunday, February 27, 2005. Laugardagurinn var ekki síðri, rólegheit í þynnku, smá rúntur með klósett pappír hér og þar, heimsókn til ömmu og svo bauð mamma mér út að borða á La Primavera. Mmmm.ótrúlega góður matur þar, geitaostur í forrétt, steinbítur í aðalrétt og panna cotta með myntu í eftirrétt.mmmm. Posted by Sif : 7:27 PM 1 comments. Friday, February 25, 2005. Ég er ekki búin að opna námsbók alla þessa verkefnaviku, ætti að skammast mín fyrir kæruleysið. Posted by Sif : 11:00 AM 0 comments. Annars ...
sifjo.blogspot.com
Hugsanaflækja : October 2005
http://sifjo.blogspot.com/2005_10_01_archive.html
Saturday, October 29, 2005. Fengum hann lánaðann í nótt. Hann er 5 að verða 6. Ég sótti hann í brjálaða veðrinu á jeppanum hans pabba. Börn eru dásamleg. Hann fékk Madagaskar pez kall og það var mikið ánægjuefni. Elska einfaldleikann í börnum. Hann lék sér hérna með einhvern prinsessusprota sem ég fékk í afmælisgjöf og svo hárkamb. Horfði á meðan á Bionicles 3 á útlensku sko! Bein tenging auðvitað þar á milli á Miðöldum ;). Posted by Sif : 4:49 PM 2 comments. Thursday, October 27, 2005. Vaknaði upp við d...
soley-buttercup.blogspot.com
Sóley: júlí 2007
http://soley-buttercup.blogspot.com/2007_07_01_archive.html
Þriðjudagur, 31. júlí 2007. Skordýr og skriðdýr óheillandi? Niðurstöður úr síðustu könnun sýndu að 3 af 6 sem tóku þátt vildu vera hvalur, 2 vildu vera górilla, 1 vildi vera drekafluga en enginn vildi vera froskur. Skil það vel að meirihlutinn vilji vera hvalur, það er heillandi hugmynd að synda frjáls um heimsins höf. En ætli það sé gaman í 200 ár? Til dæmis að búa til gildrur fyrir menn sem eru að reyna að veiða sig, finna út skilvirkari aðferðir til þess að afla sér matar o.s.frv. Síðustu 2 vikur var ...