ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Árið er 1975
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/09/ri-er-1975.html
Wednesday, September 26, 2007. Og Gunnlaugur Guðmundsson, danskóngur Íslands lætur yngri kynslóðina heyra það. Allt í einu finnst mér Helgi P ekkert svo rosalega hallærislegur. Haha, sá er kokhraustur. Á ekki að taka snúning, þegar þú kemur heim.sýna hver er hinn raunverulegi danskóngur Íslands! Bæði er skemmtilegt hvað hann er kokhraustur og spyrillinn hálf hikandi. :). Subscribe to: Post Comments (Atom). Tvítugur háskólanemi í sagnfræði í HÍ. View my complete profile. Free Poll by Blog Flux.
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Limrur
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/03/limrur.html
Friday, March 09, 2007. Án þess að Eirík ég ræti. Þá efast ég um hans ágæti. Við neitum að víkja. Og Norðmenn oss svíkja. Og endum í sextánda sæti. Í Helsinki leitar að línum. Og lokkarnir villa hann sýnum. Í miðjunni bregst hann. Og man ekki textann. Og les hann úr lófa þínum. Hahahaha, mikið til í þessu ;). Hafðu það gott kv. Tóta. Skemmtilega kveðið, þó persónulega styðji ég Eika heilshugar og hefur löngum þótt naggur töff. Er þessi mynd af Wacken? Subscribe to: Post Comments (Atom).
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Millilending á Íslandi
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/05/millilending-slandi.html
Tuesday, May 29, 2007. Þriggja mánaða, reyndar. Í öðru landi ég eitt sinn bjó. Hef öldu stigið;. Í eiturgrænan asískan sjó. Oft ég vakti eftirtekt. Og öðruvísi er ýmislegt. Ég stundum himin starði á. Ísland fannst mér ætíð þá. Björtum nóttum gat ei gleymt. Oft mig hefur um þig dreymt. Þar eitt er bannað, annað má. Og æ skal lofa. Fátæktin þar ærin er. Í alls kyns líki. Í fámenninu finnst mér hér. Ég hef þó komið varla við. Og aðeins kíkti í anddyrið. Okkur finnst við hrein og há. View my complete profile.
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Ný færsla
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/12/n-frsla.html
Friday, December 07, 2007. Ég hef verið últralatur bloggari núna undanfarið.skammdegið hérna á Íslandi er ritstíflandi. Þetta er skrifað heima hjá henni Þóru á meðan kjötið snarkar á grillinu og bíður eftir að verða tilbúið. Ég er að vinna í Dressmann þessa dagana með Jónatni, Aríel og Ella verslunarstjóra að selja skyrtur og bindi og líkar vel. Svo líður senn að hátíð góss og kviðar og meintri meyfæðingu. Í tilefni af því orti Steindór Andersen:. Lausnarinn var lagður í. Íslendingar út af því. Já Glæp o...
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Trúfrelsi - en ekki trúarjafnræði
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/10/trfrelsi-en-ekki-trarjafnri.html
Monday, October 29, 2007. Trúfrelsi - en ekki trúarjafnræði. 8220;Hvaða máli skiptir það – það er trúfrelsi á Íslandi,” er setning sem maður heyrir oft í rökræðum um hvort ástandið sé sanngjarnt hvað varðar skiptingu skattpeninga til trúfélaga. Það virðist nefnilega vera svo að fólk rugli oft hugtökunum trúfrelsi og trúarjafnræði þegar þær fjárveitingar sem renna til Þjóðkirkunnar ber á góma. Hér á Íslandi ríkir nefnilega engan veginn trúarjafnræði og fyrir því eru ýmsar ástæður. Í lögum stendur að nýfæd...
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Vísur blautligar
http://ugluspegill.blogspot.com/2006/11/vsur-blautligar_27.html
Monday, November 27, 2006. Hér verða raktar hinar ævintýralegu ástafarir knapa og reiðskjóta hans. Að sjálfsögðu fá þó dónaorð ekki að rata inn í rímu þessa enda myndi það hafa slæm áhrif á unga lesendur(eða gamla) sem kannski villast hingað inn. Haldið skal í hestatúr. Hóla og dali þeysum. Í fjallasal er farið úr. Frakka, sjali og peysum. Frelsið alltaf fagurt er. Náttúran er heilög hér. Fákurinn þá fór á skrið. Og fimur hreyfði fætur. Með hnakktöskur sem héngu við. Bráðum sást í bungur tvær. Feuille d'...
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Yrkingar
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/03/yrkingar.html
Monday, March 05, 2007. Eftir miklar yfirlýsingar um tilvonandi feril minn sem leiguskáld ákvað ég að sitja ekki við orðin tóm og yrkja svolítið. Maður fær nú heimþrá stöku sinnum. Þú afskekkta, hrímaða hrafntinnusker. Með huldufólk, jökla og sanda. Sem bregst engum vonum er frá þér ég fer. Því lífið í Kína svo langt er þér frá. Og léttvægt af alls konar völdum. Og fólkið hér aldrei fær þig að sjá. Þín veðrátta mótar svo hæðir og hól. Og huggun ég veit enga betri. En berfættur ganga í sumarsins sól.
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Lofkvæði
http://ugluspegill.blogspot.com/2006/11/lofkvi.html
Saturday, November 04, 2006. Margir eiga skilið lofkvæði, en fáir þó meir en Þórarinn Sigurðsson, núverandi inspó, sem verður nú kveðið um. Óskar undirritaður honum alls hins besta heima á Fróni. Ég skipstjóra þekkti sem Þórarinn hét. Sem hlaðið af vistum úr höfninni lét. Á sjónum það dveldi í um það bil ár. Þá ætti það heim að venda. Því skipstjórinn þótti of klókur og klár. Til að kunngjöra heimsins enda. Þar hásetar starfa, auk stýrimanns. Sem stendur þar vaktina í miðið. Og kokkur sem eldar í liðið.
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Til látinnar vinkonu
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/03/til-ltinnar-vinkonu.html
Wednesday, March 14, 2007. Ég lá í dimmum draumförum. Við drungann var að kljást. Og hóf þá við að hugsa um. Í draumi leit ég laskað fley. Sem lá þar upp við sand,. Því sumir bátar endast ei,. Og aðrir sigla í strand. Þín ævi reyndist ekki löng. Ung þú fórst frá mér. Og röddin létt sem lögin söng. Það finnast engin orð í bók. Er Dauðinn grimmi til sín tók. Blíðleg varstu við mig þar. Í vorsins hlýja þey. Í draumnum ætíð dagur var. Og dimman þekktist ei. En feigðarboði fljótt kom þá. Sem fölan gerði mig:.
ugluspegill.blogspot.com
Ugluspegill segir frá: Fluttur í Kristjánsborgarhöll
http://ugluspegill.blogspot.com/2007/09/fluttur-kristjnsborgarhll.html
Monday, September 17, 2007. Stöðuprófið sem ég fór í reyndist hroðalega, hroðalega erfitt og ég var settur í algjöran byrjendabekk, sem ég átti að sjálfsögðu ekkert heima í, ásamt fleirum sem voru á svipuðu stigi og ég og skildu ekkert í þessu. Það tók við gríðarlegt stapp að fá að breyta því ásamt meðfylgjandi rifrildi á kínversku við konurnar í afgreiðslunni sem vildu greinilega fá munnlega sönnun á því að við ættum heima í þessum eða öðrum bekk. Það verður innflutningspartý hjá okkur næsta föstudag...