stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2009/02/afrek-essa-sunnudags-07.html
1000: Guðsþjónusta í Skovvejskirken. 1500: Raddæfing, herrar. 1530: Generalæfing með sameinuðum kirkjusöngvurum frá Skovvejskirke og Ballerupkirke, plús aukafólk. 1700: Ljósamessa (Kyndelmissa) í Ballerupkirke. 1810: Taxabíll til Bellahøjkirke. 1900: Ljósamessa í Bellahøjkirke. 2250: Uppgefinn organisti og söngkona sofa, eftir langan dag, fyrir framan sjónvarpið. 169; Stefán Arason. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Tommi and Jenni Menn hugsuðu um smáatriðin hérna í .
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2008/08/ssa-elskulegur-brir-minn-var-heimskn.html
Elskulegur bróðir minn var í heimsókn fyrir c.a. viku síðan. Við höfðum í nægu að snúast, en gáfum okkur þó tíma til að borða góðan mat, að sjálfsögðu. Eitt kvöldið gerði bróðir minn, sem er ágætis kokkur, bearnaise sósu með grillmatnum. Tókst bara ágætlega, allavega í bragðlega hlutanum. Í kvöld var svo röðin komin að mér að prófa þessa list, og má með sanni segja að ég hafi afsannað máltækið "æfingin skapar meistarann". Sósan var fullkomin, allavega að okkar mati. 169; Stefán Arason.
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2009/10/nagrannar-nagrannar-eru-ahugaverir.html
Nágrannar eru áhugaverðir. Misáhugaverðir að sjálfsögðu. Það er náttúrulega áhugavert að vera ekki áhugaverður, en sumir eru hálf-áhugaverðir. Aðrir afar áhugaverðir. Ég hef lítið á móti því að kynnast fólki. Og þar sem að nágrannar manns eru oft í nágrenninu, þá kynnist ég þeim oft. Allsstaðar þar sem ég hef búið hef ég átt góða nágranna. Líka slæma. En það hafa alltaf verið góðir nágrannar inn á milli. Dóra og Guðgeir voru líka góðir grannar. Dóra átti alltaf eitthvað góðgæti. Hann er ofvirkur. Han...
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2008/05/huldulyrk-sem-barn-gekk-g-stundum.html
Sem barn gekk ég stundum í svefni. Örsaga af slíkum labbitúr:. Útidyrahurðin var alltaf læst heima á Hlíðargötu 24. Kvöld eitt, eftir að allir eru gengnir til náða, heyrir mamma að útidyrahurðin er opnuð. Hún fer fram, og finnur mig á tröppunum. Einhvernvegin tókst mér að taka úr lás, eitthvað sem ég gat ekki gert í vöku, og labbaði mér út á pall. Ekkert lítil speki þar á ferð. Í nótt vaknaði mín núverandi kærasta, Stina, við að ég var farin að babla eitthvað á þessa leið: "Hvornår kommer Freja? Skárra a...
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2008/12/fnninn-v-miur-g-ekki-grammafn-enda-vri.html
Því miður á ég ekki grammafón, enda væri hann algjörlega gagnslaus á þessu heimili, því engar eru plöturnar. En á geislafóninum og í iPodinum eru eftirtaldir tónar:. Jólaóratoría J.S. Bach's. Jól og Blíða með Baggalút. Bing Crosby: Christmas Classics. Mariah Carey: Merry Christmas. Vetrarljóð Ragnheiðar Gröndal (eina íslenska jólaplatan sem Stina getur hlustað á). 2 jóladiskar með The King Singers. Jóladiskur The Real Group. Eftirtaldar skífur voru farnar að hljóma undir lok síðasta mánaðar.
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2009/10/uff-maur-sjitt-etta-facebook-tekur.html
Úff maður, sjitt! Þetta facebook tekur allan frítíma sem maður hefur í nethangsi, þ.a.l. hef ég ekki skrifað eitt aukatekið orð hérna í langan tíma. Kannski er ég bara að brenna út eins og lítið jólaljós í svartasta skammdeginu. En mér fannst þó ástæða að deila því með ykkur að nakta, feita, nágrannakonan sem gengur um íbúðina sína og kreistir brjóstin á sér, á kærasta. Hann er líka oft nakinn, og jafnframt er hann feitur. Þau eru bæði afar ljós á hörund, svona svolítið eins og nýböðuð svín.
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2009/01/ertu-me-sveppi-tnglum.html
Ertu með sveppi í tánöglum? 169; Stefán Arason. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Tónelskan Stundum verð ég afar hugfanginn af suhtt. Happy Ending Harmleikur Sumarið 2008 var að mörgu . Brauðstrit Þann 1. desember byrjaði ég í nýrri vi. Ertu með sveppi í tánöglum? Og ég óska ykkur alls góðs á.
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2009/01/braustrit-ann-1.html
Þann 1. desember byrjaði ég í nýrri vinnu. Nú er ég organisti í Skógvegskirkjunni. Skovvejskirken) í Ballerup (Rasskinnaþorp eða Ballarbú). Kirkjan mín er ein af tvemur í Ballerupsókn. Hin er að sjálfsögðu Ballerupkirke, sem er eldgömul kirkja, með kalkmálverkum eins og þessar gömlu kirkjur hafa. Kirkjan "mín" er ný af nálinni, og líður mér bara ágætlega þar. Svo hef ég skrifstofu í Prestbýlinu, sem liggur við hliðina á Ballerupkirkju. 169; Stefán Arason. Ég fylgist spennt með. Mig minnir endilega að Kon...
stebbistud.blogspot.com
STEFÁN HVERSDAGS
http://stebbistud.blogspot.com/2008/06/h-h-jibb-jeij-me-munninn-fullan-af.html
Hæ hó jibbí jeij! Með munninn fullan af dönsku rúgbrauði, með kæfu og spægipylsu, vil ég óska ykkur, landsmenn góðir, gleðilegrar þjóðhátíðar. Á eftir ætla ég upp í Jónshús og syngja og spila með góðu fólki þar, og fagna deginum. Að sjálfsögðu er bara þjóðleg músík á dagskránni. Síðan ég skrifaði síðast hefur margt á daga mína drifið. Efni í heilmikið blogg, svo ég kasta mér bara út í strauminn og sjáum til hvar við endum. Loksins hef ég pappír upp á eitthvað starf! Staka hélt sína síðustu tónleika 1....