erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/vera-33-ra.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Fimmtudagur, október 25, 2007. Vera 3,3 ára. Nokkrir nýlegir gullmolar frá Veru:. Mamma, þessi föt eru svo svakalega sucio (skítug). Vera er skellihlæjandi og segir "Ég er alveg að deyja úr ungri" (meinandi að hún sé alveg að deyja úr hlátri). Við erum að keyra út úr bænum og Vera kemur auga á kúahjörð á beit út um bílgluggann "mamma og pabbi, ég sé fullt af nautum og kýrum - og hei - þarna er ein frosin! En það var hvít stytta af nauti á miðju túninu. Ljónið í Óbyggðunum)....
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/sex-salsa.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Miðvikudagur, október 17, 2007. Ég var að koma úr latínódansinum mínum og þvílík sæla. Heitt og sveitt með tregafullri suðuramerískri danstónlist sem fjallar aðallega um amor og corazón. Maður verður svo hamingjusamur á því að dansa! Erla perla var að tjá sig @ 03:09. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/forvitni.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Miðvikudagur, október 17, 2007. Þessi sjón er nánast daglegt brauð. Forvitnir krakkar að kíkja á ljósu dömuna í aftursætinu. Fyrir utan alla krakkana sem biðja um mat og pening. Daglegt brauð já, nema Vera er hætt með dudduna - á daginn sko. Hitt kemur síðar, eða þegar hún er orðin 5 ára að eigin sögn. Erla perla var að tjá sig @ 19:47. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/erla-perla-kveur.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Þriðjudagur, október 30, 2007. Ég er farin að skilja ræðurnar hans Ortega ískyggilega vel, finnst orðið ómissandi að borða gallo pinto. En nú er kominn tími til að fara aftur heim til ÍSlands. Í annað líf. Það hljóta að bíða mín einhver ævintýri þar. Ef ekki þá bý ég þau til. Ég hef einnig ákveðið að kveðja bloggheiminn. Jáb, hætta að blogga. Hætta á toppnum sagði einhver. Og athugið, í sama gamla útlitinu þrátt fyrir pressu, geri aðrir betur! Sátt, södd og sæl. Ella Dóra í Calí.
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/valkvakasti-mitt.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Mánudagur, október 15, 2007. Ég hef aðeins verið að hugsa það hvað ég eigi að gera af mér þegar ég kem heim. Og ég hugsa og hugsa en kemst auðvitað ekki að neinni haldbærri niðurstöðu. Í hverju ætlar hún að brillera næst? Hverjum á ég að selja mig? Og ég veit ekki einu sinni hvað ég myndi vilja læra. Valkvíði. Sem er jú víst betra en að hafa ekki val eins og þorri þeirra háskólanema hér í Níka sem útskrifast og brillera og fara svo að keyra taxa fyrir smáaura eða vera a...
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/hugmyndarki.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Fimmtudagur, október 18, 2007. Já, þessi lestur er góð þjálfun fyrir verðandi bókina Súkkulaðikleina í Nicaragua . Eða hvernig líst ykkur annars á titilinn sem ég var að finna upp á rétt í þessu? Allar hugmyndir varðandi bókarskrif og útgáfu vel þegnar! Erla perla var að tjá sig @ 22:12. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/edine.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Laugardagur, október 27, 2007. Þetta er Edine. Hún er 6 ára. Hún er nánast blind. Og virðist ósegjanlega óhamingjusamt barn. Hún leikur sér ekki og virkar bæði bæld og félagsfælin. Litla skinnið. Ég ákvað að nota restina af söfnunarfénu okkar handa Edine. Það er ekkert meira virði en að eiga alla vega von. Erla perla var að tjá sig @ 04:22. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/um-lnd-og-strn.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Föstudagur, október 19, 2007. Um lönd og strönd. Kem vonandi heim með skjaldbökuvídeó í farteskinu. Alla vega nokkrar freknur. Erla perla var að tjá sig @ 20:11. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!
erla-perla.blogspot.com
Erla perla
http://erla-perla.blogspot.com/2007/10/el-mercado.html
SPREAD YOUR WINGS AND FLY. Föstudagur, október 12, 2007. Ég fór með vídeókameruna um daginn á markaðinn og nú geta forvitnir kíkt þangað með mér. Gjöriði svo vel, Huembes el mercado. Erla perla var að tjá sig @ 04:13. Ella Dóra í Calí. Sonja og Gestur í Dene. Lonely Planet - Biblía ferðalangans. Eldri skrif (en alveg jafn merkileg samt!