negull.net
negull.net: febrúar 2015
http://www.negull.net/2015_02_01_archive.html
Laugardagur, 28. febrúar 2015. Hér er sönnun fyrir sigri. Mánudagur, 23. febrúar 2015. Matthildur og Hildigunnur eru litlar liðugar brýr. Miðvikudagur, 18. febrúar 2015. Ný motta kom inn á heimilið í janúar, volg af útsölunni. Matthildi finnst hún fín, sérstaklega skinnið. Og gallaefnið. Mánudagur, 16. febrúar 2015. Þegar allir eru fúlir og leiðir, liggjandi í pest, þá er gott að rifja upp sumarmynd, með póstmódernísku ívafi. Þegar ljósmyndir liggja á skjáborðinu. Fá þær oft listræna meðhöndlun.
negull.net
negull.net: mars 2015
http://www.negull.net/2015_03_01_archive.html
Sunnudagur, 15. mars 2015. Í dag fórum við í veislu í tilefni þess að amma Grétars hefði orðið 100 ára í dag. Matthildur tók nokkur svipbrigði fyrir myndavélina um leið og hún fullkomnaði "með-hettuna-á-en-líka-húfuna-yfir" lúkkið. Mattí alltaf í stuði. Miðvikudagur, 11. mars 2015. Fimmtudagur, 5. mars 2015. Á heimilinu er allt fullt af böngsum og tuskudýrum. Góður slatti er reyndar geymdur í kjallara því þeir komast ekki allir fyrir í hirslum dætranna. En allir eiga þeir sér nafn.
negull.net
negull.net: febrúar 2014
http://www.negull.net/2014_02_01_archive.html
Föstudagur, 21. febrúar 2014. Loksins komst á dagskrá að virkja kortið í Bíó Paradís. Úrvalið var kannað, mynd valin, dagur og tími og það mikilvægasta: pössun reddað. Við mættum svo í bíóið til að sjá Hross í oss, grín og glens, en þá kom í ljós að myndin var bara ekkert sýnd þá - sýnd á sama tíma eftir viku. Hrmpfhh! Sunnudagur, 16. febrúar 2014. Fimmtudagur, 6. febrúar 2014. Badmintonnámskeiðið sem Grétar gaf mér í afmælisgjöf hefur dregið feitan og vænan dilk á eftir sér. Ég fékk spaða í jólagjöf...
negull.net
negull.net: september 2014
http://www.negull.net/2014_09_01_archive.html
Þriðjudagur, 2. september 2014. Hver man ekki eftir Bollunni, sjoppunni beint á móti íþróttahúsinu? Miðað við fatastíl og hárgreiðslur virðist þessi mynd tekin sextíu og eitthvað en Bollan stóð eitthvað fram á níunda áratuginn. Ávallt flaggað hjá Bollunni. Eða ekki, man ekkert eftir því. Gerast áskrifandi að: Færslur (Atom). Öll skrif sett fram án ábyrgðar. Knúið með Blogger.
negull.net
negull.net: Svalandi
http://www.negull.net/2015/08/svalandi.html
Miðvikudagur, 5. ágúst 2015. Í 35 stiga hita er eina vitið að vera í sundlauginni. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Öll skrif sett fram án ábyrgðar. Knúið með Blogger.
negull.net
negull.net: júlí 2014
http://www.negull.net/2014_07_01_archive.html
Föstudagur, 18. júlí 2014. Gnósí er víðförul og mér hafa áskotnast póstkort frá henni úr ýmsum áttum og hornum heimsins. Hér má finna m.a. póstkort frá Sao Paulo í Brasilíu, Lissabon, París, Osló og eitt kemur meira að segja alla leið frá Íran. Nú síðustu ár hafa kort frá New York ratað hingað heim. Helstu gullmolarnirnir í safninu eru þó kortin með myndum af meðlimum norsku konungsfjölskyldunnar. Þvílík ofurmenni! Listræn, hefðbundin, forvitnileg. Og sum hreinlega stórfurðuleg. Nú er pláss fyrir rör.
negull.net
negull.net: janúar 2014
http://www.negull.net/2014_01_01_archive.html
Laugardagur, 25. janúar 2014. Um að gera að setja inn mynd af systrunum sem renna upp eins og fíflar í túni. Fóru í næstum eins föt. Gerast áskrifandi að: Færslur (Atom). Öll skrif sett fram án ábyrgðar. Knúið með Blogger.
negull.net
negull.net: janúar 2015
http://www.negull.net/2015_01_01_archive.html
Laugardagur, 24. janúar 2015. Ullarsokkar, töfrateningur og sýlafónkjuðar. Miðvikudagur, 21. janúar 2015. Í heimi vafasamra fjármálagerninga, verðbréfavafninga og flókinna viðskiptasnúninga er vissara að vera með sínar fléttur á hreinu. Það er líka besta leiðin til að fá krullur. Laugardagur, 17. janúar 2015. Einu sinni létum við gera púsl eftir mynd af stúlkunum. Þær eru líka margbrotnir persónuleikar. Næst látum við gera 1000 bita púsl. Laugardagur, 10. janúar 2015. Heiðurshjón í sexíu ár.
negull.net
negull.net: Sveipað svölu mentóli
http://www.negull.net/2015/08/sveipa-svolu-mentoli.html
Mánudagur, 10. ágúst 2015. Eftir hitann á Ítalíu var bara fínt að koma heim í svalandi gust. Varð hugsað til klausu í Öræfum. Eftir Ófeig Sigurðsson þar sem segir frá Bernharði Fingurbjörg, Austurríkismanni sem fær ást á Íslandi og heldur til landsins og verður af því mikil saga. Svona er því lýst þegar hann kemur út úr flugstöðinni:. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Öll skrif sett fram án ábyrgðar. Knúið með Blogger.
negull.net
negull.net: júní 2014
http://www.negull.net/2014_06_01_archive.html
Miðvikudagur, 25. júní 2014. Níu og næstum sex. Systurnar stækka og stækka. Hildigunnur hélt upp á níu ára afmælið sitt um daginn, með pragt og pomp og Matthildur verður sex ára í sumar. Níu og sex, sex og níu. Níu ára í nýjum bol. Þriðjudagur, 17. júní 2014. Hvað er þjóðlegra en að spila Matador á 17. júní? Kaupa og selja, leigja og lána! Stuttu eftir að þessi mynd var tekin. Fór Hildigunnur að fylla miðbæinn af hótelum. Frk Haraldsdóttir í uppáhaldsstellingunni. Þarna enn þá Sjomla. Annars tek ég bara.