katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: apríl 2012
http://katrinulfars.blogspot.com/2012_04_01_archive.html
Fimmtudagur, apríl 12, 2012. Lengi má manninn reyna. Fyrir réttri viku síðan lét ég draga mig út að hlaupa. Í dag skokkaði ég, labbaði líka, rúma fjóra kílómetra og er það nú nokkuð gott miðað við mig sem þoli alls ekki hlaup af nokkru tagi. Með þessu eru engin sérstök markmið nema að segja ekki nei þegar nágrannakonurnar hinum megin við götuna hóa í mig. Við sjáum til hvernig gengur. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Fimmtudagur, apríl 12, 2012. Tenglar á þessa færslu. Þriðjudagur, apríl 03, 2012.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: júlí 2011
http://katrinulfars.blogspot.com/2011_07_01_archive.html
Þriðjudagur, júlí 26, 2011. Við hjónakornin vorum að koma heim úr fyrstu utanlandsferðinni síðan 2007. Að hugsa sér. Fyrsta heimsókn okkar til Berlínar þar sem við dvöldum í fimm daga ásamt Gulla og Árnýju. Gengum okkur upp að hnjám og upplifðum margt og mikið. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Þriðjudagur, júlí 26, 2011. Það eru til ótal aðferðir við að fitja upp á prjóna. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Þriðjudagur, júlí 26, 2011. Tenglar á þessa færslu. Mánudagur, júlí 25, 2011. Birt af Katrín Úlfarsdóttir.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: september 2013
http://katrinulfars.blogspot.com/2013_09_01_archive.html
Laugardagur, september 28, 2013. Morgunsólin bræðir héluna af blöðum reynitrésins. Bakvið glittir í heiðan himinn. Fallegri gerast haustdagarnir ekki. Seinna þegar þornað hafði betur og golan gældi við gróðurinn skrjáfaði í laufblöðunum þegar þau féllu til jarðar. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Laugardagur, september 28, 2013. Tenglar á þessa færslu. Gerast áskrifandi að: Færslur (Atom). Maddama, kerling, fröken, frú . Skoða allan prófílinn minn. Sniðmátið Einfalt. Sniðmátsmyndir eftir dino4.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: Eyrnaband
http://katrinulfars.blogspot.com/2013/03/eyrnaband.html
Þriðjudagur, mars 26, 2013. Garnið er Vera yarn - litaður léttlopi. Hlýtt og gott. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Þriðjudagur, mars 26, 2013. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Maddama, kerling, fröken, frú . Skoða allan prófílinn minn. Að henda, eða . henda ekki. Sniðmátið Einfalt. Sniðmátsmyndir eftir dino4.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: ágúst 2011
http://katrinulfars.blogspot.com/2011_08_01_archive.html
Föstudagur, ágúst 12, 2011. Þetta er skemmtilegt. Fór á örnámskeið í nálaorkeringu í fyrradag. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Föstudagur, ágúst 12, 2011. Tenglar á þessa færslu. Gerast áskrifandi að: Færslur (Atom). Maddama, kerling, fröken, frú . Skoða allan prófílinn minn. Sniðmátið Einfalt. Sniðmátsmyndir eftir dino4.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: Vetrarveður
http://katrinulfars.blogspot.com/2012/11/vetrarveur.html
Laugardagur, nóvember 03, 2012. Svona var umhorfs hér í Brekkutröðinni í morgun. Maddama Blíða þurfti að taka ein fjögur tilhlaup til að komast út í gærmorgun en hefur ekkert lagt það á sig í dag. Svona lét hún fara vel um sig í gærkvöldi. Í frystikistunni leyndust nokkur tólgarkerti sem brenna með kyrrlátum loga og notalega hátíðlegt að horfa á. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Laugardagur, nóvember 03, 2012. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Maddama, kerling, fröken, frú .
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: 28. september 2013
http://katrinulfars.blogspot.com/2013/09/28-september-2013.html
Laugardagur, september 28, 2013. Morgunsólin bræðir héluna af blöðum reynitrésins. Bakvið glittir í heiðan himinn. Fallegri gerast haustdagarnir ekki. Seinna þegar þornað hafði betur og golan gældi við gróðurinn skrjáfaði í laufblöðunum þegar þau féllu til jarðar. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Laugardagur, september 28, 2013. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom). Maddama, kerling, fröken, frú . Skoða allan prófílinn minn. Sniðmátið Einfalt. Sniðmátsmyndir eftir dino4.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: janúar 2012
http://katrinulfars.blogspot.com/2012_01_01_archive.html
Þriðjudagur, janúar 10, 2012. Eftir að hafa baksað á móti vindstrengjum og skafrenningi á leiðinni heim úr vinnunni, hvað er betra en að koma inn í hlýjuna, hita sér kakó og borða grillað brauð með osti. Og það verður að grilla það í bakarofninum eins og mamma gerði í fyrir svo löngu þegar við krakkarnir komum inn úr snjónum. Hræra svo saman mjöli og fræjum í brauð sem kemur ilmandi úr ofninum rétt í því þegar Jóhann Gylfi er tilbúin með skinkuhornin, það er nesti fyrir morgundaginn.
katrinulfars.blogspot.com
Maddama, kerling...: október 2012
http://katrinulfars.blogspot.com/2012_10_01_archive.html
Sunnudagur, október 28, 2012. Messa í Saurbæjarkirkju í morgun þann 28. október. Alltaf gaman að koma þar, kirkjan hlý og notaleg í morgun og sólin skein inn um austurgluggana sem eru sitthvoru megin við altarið. Myndin af kirkjunni er frá því um aldamótin 1900 og er þessum vef hérna. Ásamt nokkur hundruð myndum frá Íslandi á þessum tíma. Mjög gaman að skoða. Birt af Katrín Úlfarsdóttir. Sunnudagur, október 28, 2012. Tenglar á þessa færslu. Föstudagur, október 26, 2012. Fyrsti vetrardagur er á morgun.