latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: mars 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_03_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Ég er ekki fallin. Það gengur bara ágætlega að hætta að reykja. Læknirinn minn lét mig hafa lyf sem á að hjálpa mér að komast yfir þetta erfiða tímabil. Þetta er ótrúlegt lyf og ég hef heyrt margar sögur af því hvað fólki hafi gengið vel að hætta að reykja með hjálp þessa lyfs. Lyfið var fundið upp sem þunglyndislyf en virkar ekki sem slíkt og í stað þess að henda því var ákveðið að pranga því inn á fólk sem í örvæntingu grábiður um hjálp til að hætta að reykja. En það datt af m...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: febrúar 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_02_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Garpur skal barnið heita. Takk fyrir góðar nafnaábendingar en eftir að vera búin að máta nöfnin á hann kisa litla og fylgjast með tilburðum hans hefur komið í ljós að Garpsnafnið passar akkúrat á hann. Þegar Garpur kom í heimsókn með eiganda sínum leitaði hann skjóls í skálinni á stofuborðinu og lagði litlu eyrun sína alveg aftur þegar Kolgríma nálgaðist. Það er gaman að fylgjast með Garpi og Kolgrímu í endalausum eltingaleik og sjá tilburðina hjá þeim þegar annað er að laumast ...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: janúar 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_01_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Húrra fyrir Nínu, húrra fyrir Þórveigu og húrra fyrir mér. Ég sem sagt mætti loksins í ræktina í morgun, eftir eins og hálfsmánaðar hlé. Ég er búin að hafa ótal afsakanir. Það voru að koma jól, jólin voru komin, það komu áramót, það kom nýtt ár, Nína var í þorrablótsnefnd svo ég gat ekki mætt, það var þorrablót o.s.frv. Þórveigu þótti afsökunin "Nína er í þorrablótsnefnd" ekki löggilt afsökun til að skrópa í spinning, sérstaklega ekki eftir að Nína var sjálf mætt en ekki ég.
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: september 2005
http://latagreta.blogspot.com/2005_09_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Minn var þakinn laufblöðum þegar ég kom út í morgun. Elritrén standa hálf nakin framan við húsið og það er snjó niður í miðjar hlíðar í fjöllum. Svo bara rignir og rignir. Þetta er ekki rétti árstíminn til að mæta í vinnuna, maður væri betur geymdur undir sæng með góða bók. Kettirnir eru ótrúlega skemmtilegir á að horfa þegar þeir leika sér saman. Hún tekur sér far með moppunni. Speki dagsins: Sjaldan fellur smiður langt frá stillansa. Posted by Rannveig at 8:44 f.h. Ég hef veri...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: júní 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_06_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Ekki veit ég hvað kom fyrir hana Kolgrímu. Enn síður veit ég í hvers konar félagsskap hún er farin að halda sig. Ætli það hafi ekki verið á sunnudaginn sem ég tók eftir því að hún var með lafandi skottið og það mátti ekki koma við það. Hún hefur verið hálf pirruð og greinilega liðið illa í skottinu í kvöld. Nú eru fuglsungarnir komnir á kreik og hún Kolgríma fær sko ekki að stunda ungaveiðar. Hún hefði bara átt að láta bjöllurnar eiga sig, þá sæti hún ekki í stofufangelsi núna.
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: desember 2005
http://latagreta.blogspot.com/2005_12_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Upp er runninn gamlársdagur. Ákaflega skýr og fagur. Á þessum degi fyrir 26 árum giftum við Finnur okkur. Við tókum okkur far með leið 5 ofan úr Teigahverfi áleiðs niður í bæ og var förinni heitið í Borgardóm sem þá var til húsa á horni Túngötu og Garðastrætis. Frumburðurinn var með í för tveggja og hálfsárs gömul telputáta. Þetta var fallegur vetrardagur, snjór yfir öllu og veðrið var stillt en kalt. Vi rum a farað gift okkur. Þetta er sá fallegasti brúðarmars sem ég hef heyrt.
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: apríl 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_04_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Við fórum 16 manns saman í gönguferð í morgun. Við vorum frá 6 löndum og 3 heimsálfum. Auk þess voru tveir Siberian husky hundar með í för. Við hittumst á tjaldstæðinu á Egilsstöðum og ég hélt að ég hefði aldeilis komist í feitt þegar bíllinn minn smá fylltist af karlmönnum, fjögur stykki takk og enginn af sama þjóðerninu. Ég naut þess að aka í rólegheitum upp Velli og inn Skriðdal. Posted by Rannveig at 8:52 e.h. Betri tíð með blóm í haga. Nú er allt að skána hjá mér. Ég hef ek...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: maí 2006
http://latagreta.blogspot.com/2006_05_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Hvað er lögbrot og hvað er óhapp? Ég sá haft eftir Eyþóri Arnalds á einhverjum netmiðli að hann hafi orðið fyrir óhappi rétt fyrir sveitastjórnarkosningarnar, þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Þetta hlýtur að vera rangt eftir honum haft. Það fer varla nokkur ábyrgur stjórnmálamaður að kalla ölvunarakstur óhapp. Þetta er obbolítið farið að minna á Kardimommubæinn. Posted by Rannveig at 9:09 e.h. Í gæludýrabúðinni þar sem dónalegu asnarnir bjuggu keypti ég mýs. Garpur er ...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: október 2005
http://latagreta.blogspot.com/2005_10_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Hvað lætur maður ekki hafa sig út í. Nú er ég búin að láta telja mér trú um að Benzi minn muni aldrei læra að aka í snjó og hálku, fyrst hann er ekki enn búinn að læra það orðinn 15 ára gamall. En svona er nú lífið og veturinn gengur óvenju snemma í garð, svo nú er ég farin að horfa eftir 4x4 bíl sem getur flutt mig um nærsveitir og yfir fjallvegi allan ársins hring. Ég var hálftíma að koma Benza mínum úr hlaðinu í gær í fingurdjúpum snjónum. Það væri lágmark að reyna að raða bí...
latagreta.blogspot.com
Lata Gréta: nóvember 2005
http://latagreta.blogspot.com/2005_11_01_archive.html
Telpukorn með kisu sína . Posted by Rannveig at 7:22 f.h. Er haldin illkynja frestunaráráttu. Samt er mesta furða hverju ég hef komið í verk í dag svona ef ég rifja það upp í huganum. Hef mig ekki í að byrja á neinu merkilegu. Ja, nema ég er búin að sníða mér nýjar jólagardínur í eldhúsið - þessar gömlu eru svo sem ágætar en allt í lagi að breyta til á 20 ára fresti. Góður dagur til að hleypa ljósi inn í lífið. Posted by Rannveig at 8:55 e.h. Hinir höfundarnir voru mjög athyglisverðir, sérstaklega kom Jó...