strimillinn.is
Um Strimilinn - Strimillinn
https://www.strimillinn.is/about
Strimillinn er kerfi til söfnunar og miðlunar upplýsinga um verðlag á dagvöru. Kerfið veitir notendum yfirsýn yfir eigin innkaup og hjálpar þeim þannig að verða upplýstari neytendur, meðvitaðri um verðlag og vöruframboð. Það hjálpar þeim svo aftur að ákveða hvað, hvar og hvernig þeir versla. Notendur fá endurgjaldslaust aðgang að gögnum sem þeir hafa hlaðið inn á vefinn og geta nálgast þau á vef Strimilsins. Hugi Þórðarson - hugi@strimillinn.is. Lee Roy Tipton - lee@strimillinn.is.
strimillinn.is
Strimillinn fyrir fyrirtæki - Strimillinn
https://www.strimillinn.is/services
Strimillinn býður uppá fullkomið greiningatól til að skoða stöðu á markaði, nánast í rauntíma, þar sem hægt er að fylgjast með vörum, vöruflokkum og verslunum. Gögnin sem Strimillinn er með eru einstök á heimsmælikvarða og gefa fyrirtækjum möguleikia á að skilja matvörumarkað mun betur en áður hefur þekkst. Öll gögn Strimilsins eru ópersónugreinanleg. Sendu okkur póst á strimillinn@strimillinn.is. Eða hringu í okkur í síma 825 2426. Og fáðu kynningu á því sem við höfum upp á að bjóða.
strimillinn.is
Spurt og svarað - Strimillinn
https://www.strimillinn.is/faq
Strimillinn er hugbúnaður til að safna og miðla upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Markmiðið með þróun kerfisins er að gefa notendum betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins, gera þá þannig meðvitaðri um verðlag og hjálpa þeim þannig að taka upplýstar ákvarðanir um hvað og hvar þeir versla. Strimillinn er þróaður og rekinn af Huga Þórðarsyni, Lee Roy Tipton og Sindra Bergmann. Hvernig safnið þið gögnum? Þarf ég að greiða fyrir þjónustuna? Hvernig sendi ég inn strimla? Ef strimillinn er mjög langur...