dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. Kindurnar.
http://dalsmynni.123.is/page/14571
Það voru þjrú skýr markmið sett þegar ákveðið var að koma sér upp bættri aðstöðu fyrir sauðféð síðla árs 2011. Gert eins ódýrt og mögulegt væri. Vinnuaðstaðan yrði að vera mjög góð. Lögð áhersla á að fá sem allra mesta nýtingu á húsið þ.e. kind/á ferm. Byggt var 200 fm.stálgrindahús. Grindin var upphaflega flutt inn sem 160 fm. íbúðarhús 10 mín fyrir hrun en eftir smá breytingar á burðarvirki endaði hún hér. Tvær heimasmíðaðar gjafagrindur og 4 krær. Tvær þeirra nokkuð minni fyrir gemlinga og veturgamlar.
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. Sveitarfélagið mitt . Fréttir og fundarýni.
http://dalsmynni.123.is/page/21632
Sveitarfélagið mitt . Fréttir og fundarýni. Talsverðar breytingar eru nú fyrirhugaðar á þessari vefsíðu sem verður helguð sveitarstjórnarmálum og framgangi þeirra í sveitarfélaginu ásamt fréttum úr sveitinni. Rétt er að vekja athygli á að hér er alltaf efst á síðunni það nýjasta sem sett er inn og gjarnan vitnað í eitthvað neðar. Telji einhver sig þurfa að koma að leiðréttingum eða athugasemdum við það sem hér birtist sendir hann mér þær i tölvupósti og ég set þær hér inn. 21 jan. 2013. Þegar velta sveit...
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. Byggræktin.
http://dalsmynni.123.is/page/14628
Hér hefur verið stunduð byggrækt frá árinu 2004. 31 júlí 2010. Verið að endurrækta tún. Þessi voru plægð s.l. haust. Sama spilda 31- 07. Þreskivélin er í eigu eins félagans og er á hektaragjaldi við þreskinguna. Hún er á aldrifi og stærstu dekkjum sem hægt er að koma undir hana. Það dugar samt ekki í verstu tilvikunum. Komið með byggfarm í þurrkunarmóttökuna. Tvo svona vagna þarf í þurrkarann í eina þurrkun. Byggið er valsað með afkastamiklum traktorsknúnum valsara. HUNDATAMNINGAR. TINNI TAMINN. Smalahun...
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. Kýrnar.
http://dalsmynni.123.is/page/14572
Hér eru um 45 mjólkukýr og annað eins af ungviði, allt frá smákálfum uppí kvígur komnar að burði. 2004 var ákveðið að leggja aðaláhersluna á mjólkurframleiðslu á búinu. Góðu 400 kinda fjárhúsunum var breytt í hátæknilausagöngufjós með sjálffóðrun og mjaltabás en kindunum fækkað og þeim komið fyrir í flatgryfju og hlöðu. Fjósið sem lagt var niður við þessa breytingu var byggt 1972, 24 bása með rörmjaltakerfi. Breytingin á vinnuaðstöðu er eiginlega ólýsanleg. Hér eru þær farnar að róast í rýgresishánni.
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. HUNDATAMNINGAR. DÁÐ TAMIN.
http://dalsmynni.123.is/page/21569
HUNDATAMNINGAR. DÁÐ TAMIN. Því miður tapaðist verulegur hluti af því efni sem var komið inn á þessa síðu og er hún því frekar endaslepp. Til stendur að reyna að bæta úr því með viðeigandi kennsluefni þegar tóm gefst til. Hvolpurinn yfirgefur móðirin oftast 6 - 10 vikna gamall og nýr stjórnandi tekur við uppeldinu. Þessi tími er honum mjög mikilvægur því þarna kynnist hann aga og hlýðni. Það er svo umhugsunarefni hvernig móðirin heldur í raun heraga á hópnum á ákveðnum sviðum, þannig að það greinist varla.
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. HUNDATAMNINGAR.. Leiðbeiningar.
http://dalsmynni.123.is/page/29931
Dreki frá Húsatóftum Flautuskipanir. Http:/ www.youtube.com/watch? Spaði frá Dalsmynni eftir tveggja vikna tamningu. Http:/ www.youtube.com/watch? Innivinna Reynt að bæta vinnufjarlægð. Http:/ www.youtube.com/watch? Http:/ www.youtube.com/watch? Það er mikið haft samband við mig símleiðis, í pósti eða bara á. Förnum vegi og ég er spurður um námskeið og leiðbeiningar í. Ég hef því ákveðið að prófa að bjóða upp á einkatíma hér heima,. Við að leiðbeina fólki með tamningu á fjárhundum. Bæði. Mörgum okkar hæt...
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. Hundarnir á bænum.
http://dalsmynni.123.is/page/14570
Á bænum eru aldrei færri en tveir tamdir hundar og oftast eitthvað í uppeldi og tamningu. Þá er lítilsháttar ræktun í gangi, eitt til tvö got á ári. Það kemur svo fyrir að til sölu séu hundar á mismunandi tamningastigum. Https:/ www.youtube.com/watch? Https:/ www.youtube.com/watch? Af Ronju 15 mán. Nú hafa orðið kynslóðarskipti í fjárhundunum og ný lína tekin við. Korka frá Miðhrauni tekin við sem aðalfjárhundurinn á bænum f. 11 mars 2011. Sjá hér neðar á síðunni. F Tinni frá Staðarhúsum. Þegar dóttirin ...
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. TINNI í tamningu og vinnu .Myndbönd.
http://dalsmynni.123.is/page/30633
TINNI í tamningu og vinnu .Myndbönd. Tinni fórst í slysi 25 okt. 2011. Tinni og Dáð . Með þeim saman í vinnu. Unnið með flautuskipunum. Http:/ www.youtube.com/watch? 15 feb. 2011. Tinni eftir 3 vikur í tamn. Ér er góður partur af einum kennslutíma hjá okkur Tinna eftir 3. vikna kindavinnu, tekið 10 feb. Þarna er verið að kenna hægri,vinstri. Skipunina og aðeins verið að byrja að láta hann reka hópinn beint áfram. ( Nær. Tinni Kominn á hinar eilífu smalalendur. 15 mán. saga sem byrjaði og endaði illa,.
dalsmynni.123.is
Dalsmynnisbloggið ferskt - nú eða fúlt. FORSÍÐA.
http://dalsmynni.123.is/page/14689
Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi er á sunnanverðu Snæfellsnesi um 45 km. vestan við Borgarnes. Land jarðarinnar er rúmir 800 ha. og er um helmingur landsins fjalllendi. Hér er stundaður hefðbundinn, blandaður búskapur með mjólkurframleiðslu sem aðalbúgrein. Það er svo aðeins. Verið að fikta við hrossaræktina. Ræktun og tamning fjárhunda er síðan ofarlega á áhugamálalista bloggarans. Á síðunni verður fjallað um allt milli himins og jarðar sem bloggaranum er efst í huga þegar sest er við lyklaborðið.