vallarinn.blogspot.com
Á túr: Bretlandstúrlok
http://vallarinn.blogspot.com/2008/05/bretlandstrlok.html
Saturday, May 3, 2008. Á morgun munum við spila hér í Sheffield á lokatónleikum okkar á þessum Bretlandstúr. Þessar tæpu 4 vikur sem við höfum verið á fartinni eru búnar að vera ansi notalegar og hefur verið sveitaleg út-á-landi stemmning í hópnum síðan við fórum frá London. Það ríkja blendnar tifinningar gangvart ofur-Evróputúrnum í júlí, sökum þess að hann er jafnframt sá síðasti. Það verður einkennilegt að fara ekki aftur á túr í haust, en það tekur eitthvað annað við. May 3, 2008 at 2:30 PM.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: June 2008
http://vallarinn.blogspot.com/2008_06_01_archive.html
Monday, June 30, 2008. Það var meiriháttar stuð á laugardaginn þegar við spiluðum í Þvottalaugabrekkunni á Náttúrutónleikum. Björk var með hálsbólgu en það mátti varla heyra á henni, hún kann svo sannarlega að kýla á það. Ég minnist þess ekki að hafa spilað í eins miklum kulda og raunin var á sviðinu. Þrátt fyrir mikil hopp og ýktar danshreyfingar fórum við af sviðinu með frosnar tær og bláar varir. Þetta var samt sem áður ótrúlega gaman og ágætis upptaktur af komandi tónleikaflakki. Monday, June 23, 2008.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: Aflýsingar
http://vallarinn.blogspot.com/2008/05/aflsingar.html
Monday, May 5, 2008. Nú er ég komin heim. Því miður var lokatónleikunum okkar í gær aflýst sökum veikinda aðalsöngkonunnar. Okkur var tilkynnt þetta rétt áður en við fórum í hljóðprufu í gær og það var fremur svekkjandi, en við vorum komnar í mikinn stuð-tónleikagír. Þetta var smá antí-klímax á annars öflugum túr. En ég er komin í nokurra vikna ferðalagafrí, það er alveg ágætt að fá smá pásu frá því að búa endalaust í ferðatösku. Subscribe to: Post Comments (Atom). Melkorka Þorkelsdóttir litla systir.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: May 2008
http://vallarinn.blogspot.com/2008_05_01_archive.html
Monday, May 5, 2008. Nú er ég komin heim. Því miður var lokatónleikunum okkar í gær aflýst sökum veikinda aðalsöngkonunnar. Okkur var tilkynnt þetta rétt áður en við fórum í hljóðprufu í gær og það var fremur svekkjandi, en við vorum komnar í mikinn stuð-tónleikagír. Þetta var smá antí-klímax á annars öflugum túr. En ég er komin í nokurra vikna ferðalagafrí, það er alveg ágætt að fá smá pásu frá því að búa endalaust í ferðatösku. Saturday, May 3, 2008. Subscribe to: Posts (Atom). View my complete profile.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: March 2008
http://vallarinn.blogspot.com/2008_03_01_archive.html
Wednesday, March 5, 2008. Nú erum komin heim eftir sólahrings ferðalag frá Shanghai. Ég geri ráð fyrir eilitlu blogghléi næstu 5 vikurnar, eða þar til við höldum aftur í hann á hressandi Englandstúr. Ég bið ykkur vel að lifa,. Subscribe to: Posts (Atom). Melkorka Þorkelsdóttir litla systir. Rúnar Kárason er alltaf í ræktinni. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir básúna. Særún Ósk Pálmadóttir horn. Valgerður Pétursdóttir á Ítalíu. View my complete profile. Picture Window template. Powered by Blogger.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: Náttúra
http://vallarinn.blogspot.com/2008/06/nttra.html
Monday, June 30, 2008. Það var meiriháttar stuð á laugardaginn þegar við spiluðum í Þvottalaugabrekkunni á Náttúrutónleikum. Björk var með hálsbólgu en það mátti varla heyra á henni, hún kann svo sannarlega að kýla á það. Ég minnist þess ekki að hafa spilað í eins miklum kulda og raunin var á sviðinu. Þrátt fyrir mikil hopp og ýktar danshreyfingar fórum við af sviðinu með frosnar tær og bláar varir. Þetta var samt sem áður ótrúlega gaman og ágætis upptaktur af komandi tónleikaflakki. Kv, litla sys melur.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: Lokatúrinn
http://vallarinn.blogspot.com/2008/06/lokatrinn.html
Monday, June 23, 2008. Á morgun hefst lokaleggur Volta-túranna átta, með 7 vikna Evrópureisu. Fyrstu tónleikarnir verða á miðvikudaginn í París en eftir það komum við aftur heim og spilum á laugardaginn í Þvottalaugabrekkunni með Sigur rós og Ólöfu Arnalds. Það verður víða komið við í sumar, en ferðaplanið hljóðar svo:. June 29, 2008 at 1:55 PM. Takk fyrir það vina. Þetta var stuð. June 30, 2008 at 5:59 AM. Subscribe to: Post Comments (Atom). Melkorka Þorkelsdóttir litla systir. Særún Ósk Pálmadóttir horn.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: Smá auglýsingar
http://vallarinn.blogspot.com/2008/06/sm-auglsingar.html
Saturday, June 14, 2008. Framundan er 7 vikna Evróputúr sem er jafnframt lokahnykkurinn á Volta ævintýrinu. Þar verður komið víða við, m.a. á auglýstum Náttúru tónleikum í Laugardal með Sigur rós og fleirum góðum. Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að heyra í okkur Undrabrassinu spila annars konar prógramm er bent á að hlusta á útvarpsþátt Erlu Ragnarsdóttur þann 17. júní á Rás 2 þar sem hún spjallar við einhverjar dömur úr Undrabrassinu og síðan má heyra okkur spila á gáskafullri æfingu.
vallarinn.blogspot.com
Á túr: Ein vika eftir
http://vallarinn.blogspot.com/2008/08/ein-vika-eftir.html
Friday, August 8, 2008. Nú fer að líða að lokum hjá okkur, en það er einunis ein vika eftir af ævintýrinu mikla. Loka-giggið verður á Ola festivalinu á Spáni 15. ágúst. Síðustu viku höfum við alið manninn í Tyrklandi og Portúgal, en erum nú í vikulangri afslöppun í Almeria á Spáni. Það er fekar skrýtin tilfinning að þessu fari brátt að ljúka, en mikið á ég eftir að sakna þess að spila á tónleikum af þessu tagi,. Það verður eflaust mikið skælt við sundlaugarbakkann næstu dagana. Særún Ósk Pálmadóttir horn.