huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_05_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Fimmtudagur, maí 27, 2004. Er með sætasta putta í heimi núna. hann er svona blár og bólginn og með svona munstri í nöglinni:). Hann er allavega ennþá á sínum stað. Var svo dugleg í dag í smíðinni að skella bunka af tréborðum á baugputtann svo núna er ég að skrifa þette blogg með einum putta. eins og lögreglan gerir í yfirheyrslu:). Þess vegna verður þetta blogg ekki lengra í bili! Posted by: Hulda / 9:03 e.h. Miðvikudagur, maí 26, 2004. Þriðjudagur, maí 25, 2004.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_01_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Laugardagur, janúar 31, 2004. Það eru svo margar breytingar að gerast hjá mér núna, þá kannski ekki á veraldlegum gæðum heldur svona meira trúarlega séð. en meira um það seinna. Breytingarnar á veraldlegu "gæðunum" í dag eru þær að: því miður, fyrir ykkur, þá er RAUÐI DREKINN farinn á annað mið, þ.e. upp í Borgarnes til nýs eiganda. óskum honum til hamingju með djásnið:). En svona er lífið og sýnir það hvað sumir láta greinilega ganga yfir sig. Yeahhh. right....Maður...
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2003_10_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Mánudagur, október 20, 2003. Fór í dag að kíkja á nýja fjöskyldumeðliminn, myndar drengur. Hann semsagt fæddist þann 19. október kl. 00.50, 18 merkur og 54 cm. Algjör rúsína og mjög vær. Var hjá þeim í rúman klukkutíma í dag og það heyrðist ekki píp í honum, vakti bara með okkur og fylgdist með þessum nýja heimi sem hann er kominn í. Hann hefur augnsvipinn frá minni ætt (þ.e. pabba) og er meira að segja með brúnt hár. Posted by: Hulda / 12:39 f.h. ÉG ER ORÐIN FRÆNKA.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_02_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Föstudagur, febrúar 27, 2004. Jæja, loksins komin í tölvu þar sem netið virkar. netið mitt hætti að virka þar sem KB-banki er svo "fátækt" fyrirtæki að það tímir ekki að greiða netaðgang fyrir viðskiptavini sína svo ég verð að láta mér nægja að komast í tölvuna hjá systir minni og spreða smá af hennar netaðgangi. Nú bara tala ég og tala. nota tækifærið og "tala" þegar ég kemst að (ég er svo málglöð). Posted by: Hulda / 9:14 e.h.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_03_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Þriðjudagur, mars 30, 2004. Jamm og já, jákvæði borgar sig:). Í póstinum í dag beið mín bréf frá Árbæjarsafni sem innihélt mína ráðningu fyrir sumarið 2004. Ég verð semsagt leiðsögumaður í Árbæjarsafni í sumar klæddí peysuföt með skotthúfu á höfði. Og ekki nóg með það heldur fékk ég herbergi sem ég sóttist eftir í dag. Ég mun semsagt flytjast að Seilugranda núna næstu daga. Gaman, gaman. Posted by: Hulda / 7:45 e.h. Mánudagur, mars 29, 2004. Jamm, svona er lífið.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_04_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Föstudagur, apríl 30, 2004. Plehh, er að mygla mest. Mest stinky mygla í heimi. Síðast dagurinn í skólanum búinn en samt er ég hér enn að læra, og heilinn minn er bara eitt mygl. Posted by: Hulda / 3:22 e.h. Fimmtudagur, apríl 29, 2004. Og ekki skánar þetta, disklingurinn ónýtur svo ekkert hægt að gera hér heima. Verða að vinna þetta allt á bókasafninu á morgun ef ég verð ekki að klára verklega dótið mitt. Er bara pisst. Posted by: Hulda / 10:25 e.h. Fór á meirihátta...
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_11_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Miðvikudagur, nóvember 17, 2004. Ahhhhh, ég elska snjó! Hefði svo mikið viljað búa til snjókarla og kerlingar, fara í snjókast eða bara éta snjóinn í dag en. skólinn gengur fyrir og stóð ég yfir hálfkláraðri teikningu af skáp með hillum og skúffum og gerði heiðarlega tilraun til að klára hana í kvöld. Gekk bara ágætlega. Verð bara að vona að nógur verði snjórinn þegar skólanum er lokið. Posted by: Hulda / 1:02 f.h. Mánudagur, nóvember 15, 2004.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2003_12_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Sunnudagur, desember 14, 2003. Jæja, þá eru prófin búin. reyndar fyrir sotlu síðan. Sæki einkunnirnar á þriðjudaginn. júhúý. Og spennan eykst. Núna vinnur maður eins og hestur. á ábyggilega eftir að skrifa soldið um jólin. er í svo miklu fríi þá. Posted by: Hulda / 12:39 f.h.
huldababe.blogspot.com
Hugleidingar Huldu!
http://huldababe.blogspot.com/2004_09_01_archive.html
Það sem ég er! Besta globb i heimi:). Þriðjudagur, september 28, 2004. Vá, hvað er langt síðan ég bloggaði síðast. þá var ég veik, en í dag er ég hress. Búið að vera brjálað að gera, verð að fara að hægja á mér svo iðnteikningin sitji ekki á klakanum.(klaki, haki. þetta er alveg það sama:) en allavega. Posted by: Hulda / 11:02 e.h. Sunnudagur, september 19, 2004. Pleh, hausinn ekki alveg að segja sitt svo við látum þetta duga í bili! Posted by: Hulda / 3:32 f.h. Mánudagur, september 13, 2004. Morgunmatur...