erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Föðurland
http://erlingm.blogspot.com/2005/08/furland.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, ágúst 28, 2005. 8220;Föðurlandið” mitt í Fljótshlíðinni ætla ég að vernda sem sveitalubbasetur. Ég ætla ekki í kapp við millana um fermetra og flottheit. Ég ætla að hafa kofann lítið og fábreytt kot, en ég ætla að panta inní hann ró og frið gamla sveitamannsins, sem er horfinn. Ég ætla að fá mér hundrað ára klukku sem telur tímann hægt og segir mér með rólegu gamaldags slagverki hvað tímanum líður. Sé þetta alveg í hyllingum ;).
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Svo sjálfsagt
http://erlingm.blogspot.com/2013/03/svo-sjalfsagt.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, mars 17, 2013. Allar athafnir hins daglega lífs svo sem að borða, vinna, skreppa á salernið og öll hin smáatriðin sem við framkvæmum alla daga án þess að hugsa um það eru kannski ekki eins sjálfsögð og virðist. Heilsan verður ekki fulllmetin fyrr en hún lætur undan og þessar athafnir daglega lífsins verða manni ofviða með einhverjum hætti. Kennslustundin er samt til staðar og víst að þegar þessu lýkur og Erlan fer að komast á stjá af...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Þorlákur enn og aftur
http://erlingm.blogspot.com/2012/12/orlakur.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, desember 23, 2012. Þorlákur enn og aftur. Þar fyrir utan var oftast kominn vetur þegar jólin gengu í garð. Nú hefur varla dottið niður snjókorn og samt að koma áramót og þannig hefur það verið undanfarna vetur. Við höldum samt jólin ennþá, flest allavega. Trúin sem við Íslendingar kennum okkur við sem fæddist með komu frelsarans hingað á jörð á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Hópar sem leggja allan sinn metnað og kraft í...Sagan...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Kótilettur og fínirí
http://erlingm.blogspot.com/2013/04/kotilettur-og-finiri.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Laugardagur, apríl 06, 2013. Ég held að nokkurn veginn allt sem ég hef látið inn fyrir mínar varir á lífsleiðinni sé búið að vera bannvara í óákveðinn tíma og verið aðalvaldur krabbameins og einhvers þaðan af verra annað slagið ef marka mætti allt sem sagt hefur verið um mat. Kjöt vil ég hafa feitt og finnst mýtan um að skera alla fitu af nánast mannskemmandi, allavega matarskemmandi svo mikið er klárt. FF er kjörorðið, feitir og fínir. Sniðmáti...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Og það tókst
http://erlingm.blogspot.com/2013/05/og-tokst.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Þriðjudagur, maí 28, 2013. Fyrir mörgum árum síðan þegar kofinn hér á Föðurlandi var draumur einn og við dvöldum hér á flötinni í gömlum tjaldvagni lét ég mig dreyma um hvernig ég vildi hafa húsið og umgjörðina. Ég bloggaði um það eins og sjá má hér á þessu átta ára gamla bloggi: http:/ erlingm.blogspot.com/2005/08/furland.html. Hér finn ég mér þó alltaf nóg að gera, þannig verða jú þessi gæði til, að maður nenni að skapa umgjörðina. Nýjasta...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Kaldasta sumar í manna minnum.
http://erlingm.blogspot.com/2013/07/kaldasta-sumar-i-manna-minnum.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, júlí 07, 2013. Kaldasta sumar í manna minnum. Þetta verður að líkindum kaldasta sumar í 200 ár sagði veðurfræðingurinn í vor eftir að hafa rýnt í fræðin og séð að stóru veðrakerfin sem stýra lægðagangi á norðurhveli jarðar væru okkur einstaklega óhagstæð. Jæja gott fólk ég verð að koma mér út í þetta veður, ekki svo oft sem það lætur svona. Smá ganga um Föðurland í blíðviðri, ekki slæmt það. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom).
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Strandveiði... ekki leiðinleg
http://erlingm.blogspot.com/2013/08/strandveii-ekki-leiinleg.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Mánudagur, ágúst 12, 2013. Strandveiði. ekki leiðinleg. Ég fór í jómfrúrferðina um daginn og veiddi ekkert frekar en hinir í túrnum. Við Hlynur fórum svo um helgina og gerðum aðra tilraun. Það gekk betur og ferðin endaði í fimm hákörlum á land. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Veiðin á sér margar hliðar og þetta er skemmtileg viðbót við það sem ég hef kynnst hingað til á langri ævi. Kannski maður verði með eigin verkaðan hákarl í n...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Nafnlaus góðvild
http://erlingm.blogspot.com/2014/11/nafnlaus-govild.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, nóvember 16, 2014. Lítið hefur farið fyrir skriftarframkvæmdaseminni hér á síðunni minni þetta árið. Ég hef oft verið frískari með pennann eða lyklaborðið en undanfarið. Það helgast líklega af hugarástandi og leti en það er jú auðvitað hugurinn sem skapar það sem fram á lylaborðið skoppar hverju sinni og ef hugurinn er mjög fastur í einhverju hefur hann minni tíma fyrir annað. Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom).
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Sagan í hverju spori, hverju strái, hverri grein.
http://erlingm.blogspot.com/2013/07/sagan-i-hverju-spori-hverju-strai.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Mánudagur, júlí 29, 2013. Sagan í hverju spori, hverju strái, hverri grein. Spóinn vakti mig eldsnemma þ.e. miðað við að vera á Föðurlandi í fríi. Hann sér stundum um að ég sofi ekki af mér daginn með því að setjast á mæninn hjá mér og vella hátt og snjallt þó það hafi nú verið hlutverk lóunnar í lóukvæðinu gamla að reka menn til vinnu þegar vorar. Hugmyndin er annar kaffibolli svo brekkan og útsýnið og gróðurlyktin og fuglasinfónían og bæirnir,...
erlingm.blogspot.com
Erling Magnússon: Draumanafn.
http://erlingm.blogspot.com/2013/02/draumar-geta-rst.html
Hux - er best með stöng í hönd, við flugnasuð og lækjarnið! Sunnudagur, febrúar 17, 2013. Í dýrtíðarfárinu sem nú geysar er einn hlutur sem kostar nákvæmlega það sama og áður en dollarinn féll. Það er jafn ókeypis að láta sig dreyma. Það vita nú orðið flestir innan ættar allavega að yngsta dóttirin bætti rós í hnappagatið sitt, lét gamlan draum rætast og breytti nafninu sínu í Hrefna Hrund. Í gegnum tíðina hefur hún stundum haft á orði hvað hún hefði verið til i að heita Hrefna eins og amma hennar. Er fa...